Færsluflokkur: Menntun og skóli
Eitt orð eða tvö?
21.11.2008 | 19:29
Í seinni tíð hefur það færst í vöxt að upprennandi kynslóðir eigi erfitt með að átta sig á hvort skrifa skuli eitt samsett orð ellegar tvö. Það á við þann sem ritar þessa frétt. Kannabiskaffihús og kannabisefni teljast samsett orð og slitin sundur verða þau afkáraleg. Blaðamaður gæti eins, svona til að gæta alls samræmis, ritað kaffi húsunum og fíkni efnið, en það gerir hann vitaskuld ekki.
Kannabis kaffihúsum lokað í Amsterdam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |